Enski boltinn

Zenit hafnaði boði Arsenal í Arshavin

NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Zenit í Pétursborg hafa tilkynnt að þeir hafi hafnað kauptilboði Arsenal í rússneska landsliðsmanninn Andrei Arshavin.

Tilboð Arsenal þótti ófullnægjandi en talið er að Zenit vilji fá 20 milljónir punda fyrir hinn 27 ára gamla leikmann.

Talsmaður Zenit segir að tilboð Arsenal hafi hljóðað upp á 10 milljónir punda.

Bresku blöðin halda því fram að nú sé Manchester City komið fremst í röðina til að kaupa þennan snjalla leikmann, en þar á bænum eru peningarnir ekki vandamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×