Enski boltinn

Chelsea rak Scolari vegna deilna hans við Drogba

NordicPhotos/GettyImages

Umboðsmaður framherjans Didier Drogba hjá Chelsea fullyrðir að Luiz Felipe Scolari hafi verið rekinn úr starfi knattspyrnustjóra vegna deilna hans við leikmanninn.

Scolari var rekinn fyrir þremur vikum og segir umboðsmaður leikmannsins að Roman Abramovich hafi ákveðið að reka Scolari eftir að hafa átt fund með Drogba, Michael Ballack og Petr Cech á æfingasvæðinu.

Þeim Drogba og Scolari samdi aldrei á meðan Brasilíumaðurinn var við stjórn á Stamford Bridge og Fílstrendingurinn fékk að kenna á reiði þjálfarans þegar hann var settur út úr liðinu eftir 3-0 tap Chelsea fyrir Manchester United í janúar.

"Drogba var settur á bekkinn af persónulegum ástæðum sem höfðu ekkert með íþróttina að gera. Annar þeirra varð að fara og Chelsea ákvað að láta Scolari fara af því hann væri stór partur af sögu félagsins og hefði enn upp á mikið að bjóða," er haft eftir umboðsmanninum í Daily Mail.

Hann segir máli sínu til stuðnings að Chelsea hafi neitað tveimur stórum kauptilboðum í leikmanninn frá Inter og Manchester City á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×