Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Anichebe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Victor Anichebe í leik með Everton.
Victor Anichebe í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Victor Anichebe mun ekkert spila meira með Everton á tímabilinu þar sem hann er meiddur á hné.

Hann meiddist í leik gegn Newcastle í síðasta mánuði og mun nú fara í speglun á hnénu. Hann var tæklaður af Kevin Nolan í leiknum sem fékk að líta beint rautt spjald fyrir.

„Þetta er áfall fyrir hann þar sem hann var nýkominn aftur í liðið. Þar að auki er þetta enn eini leikmaðurinn sem við missum í meiðsli."

Sóknarmaðurinn Yakubu og Mikel Arteta eru einnig meiddir og spila ekki með Everton meira á leiktíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×