Lífeyrisgreiðslur skerðast 10. október 2009 18:59 Greiðslur til tæplega tvöþúsund örorkulífeyrisþega skerðast um næstu mánaðarmót. Lífeyrisþegi hjá Gildi er ósáttur við að fá fjórðungi minna en áður. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir árlega tekjuskoðun skýra skerðinguna. Greiðslustofa lífeyrissjóða sendi alls 2100 manns bréf í gær frá tíu lífeyrissjóðum. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hjá 700 manns verði greiðslur stöðvaðar, þær verði lækkaðar um allt að 30% hjá um 1200 manns en hækkaðar hjá 200. Þórir Karl Jónasson er einn þeirra sem fékk boð um skerðingu í gær, en bréfið var sent fyrir hönd Gildi lífeyrissjóðs. Þar segir að samkvæmt samanburði á tekjum hans fyrir og eftir orkutap breytist greiðslurnar frá sjóðnum vegna örorku úr rúmum 97 þúsund krónum á mánuði í 76 þúsund krónur, eða um rúm 20%. Breytingin taki gildi í nóvember. Þórir segir að Gildi hafi ekki gefið skýringar á því hvers vegna þetta gerist. „Nei, en þetta er náttúrulega heimilað samkvæmt lögum frá Alþingi um síðustu áramótum þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra. Það er ekki búið afnema það ennþá." Heimilað sé að lækka lífeyrisgreiðslur og þær þurfa ekki að vera í takti við framfærsluvísitölu. Þórir segir óljóst hvort að gripið verði til aðgerða vegna þessa. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að um væri að ræða árlega tekjuskoðun örorkulífeyrisþega. Samkvæmt reglum sjóðsins megi sjóðfélagi ekki hafa hærri greiðslur eftir örorku en hann hafði áður. Árni segir að ef örorkulífeyrir skerðist sé það eingöngu vegna þess að tekjur lífeyrisþegans séu orðnar hærri en reglurnar segi til um. Skerðingin hafi því ekkert með stöðu lífeyrissjóðsins að gera enda hækki greiðslur sumra. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira
Greiðslur til tæplega tvöþúsund örorkulífeyrisþega skerðast um næstu mánaðarmót. Lífeyrisþegi hjá Gildi er ósáttur við að fá fjórðungi minna en áður. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir árlega tekjuskoðun skýra skerðinguna. Greiðslustofa lífeyrissjóða sendi alls 2100 manns bréf í gær frá tíu lífeyrissjóðum. Halldór Sævar Guðbergsson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hjá 700 manns verði greiðslur stöðvaðar, þær verði lækkaðar um allt að 30% hjá um 1200 manns en hækkaðar hjá 200. Þórir Karl Jónasson er einn þeirra sem fékk boð um skerðingu í gær, en bréfið var sent fyrir hönd Gildi lífeyrissjóðs. Þar segir að samkvæmt samanburði á tekjum hans fyrir og eftir orkutap breytist greiðslurnar frá sjóðnum vegna örorku úr rúmum 97 þúsund krónum á mánuði í 76 þúsund krónur, eða um rúm 20%. Breytingin taki gildi í nóvember. Þórir segir að Gildi hafi ekki gefið skýringar á því hvers vegna þetta gerist. „Nei, en þetta er náttúrulega heimilað samkvæmt lögum frá Alþingi um síðustu áramótum þegar Jóhanna Sigurðardóttir var félagsmálaráðherra. Það er ekki búið afnema það ennþá." Heimilað sé að lækka lífeyrisgreiðslur og þær þurfa ekki að vera í takti við framfærsluvísitölu. Þórir segir óljóst hvort að gripið verði til aðgerða vegna þessa. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, sagði í samtali við fréttastofu í dag að um væri að ræða árlega tekjuskoðun örorkulífeyrisþega. Samkvæmt reglum sjóðsins megi sjóðfélagi ekki hafa hærri greiðslur eftir örorku en hann hafði áður. Árni segir að ef örorkulífeyrir skerðist sé það eingöngu vegna þess að tekjur lífeyrisþegans séu orðnar hærri en reglurnar segi til um. Skerðingin hafi því ekkert með stöðu lífeyrissjóðsins að gera enda hækki greiðslur sumra.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Sjá meira