Innlent

Þingmenn í tvöfaldri vinnu

Valur Grettisson skrifar
Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson.

Þingmennirnir Kristján Þór Júlíusson og Birkir Jón Jónsson starfa báðir sem sveitarstjórnarmenn auk þess sem þeir sinna þingmennsku. Kristján Þór situr fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Akureyrar en Birkir Jón sinnir sveitastjórnarmálum í Fjallabyggð auk þess sem hann er þingmaður. Þá voru sex sveitastjórnarmenn kosnir inn á þing nú á laugardaginn. Þar á meðal Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík.

Kristján Þór er ekki eingöngu bæjarfulltrúi heldur einnig forseti bæjarstjórnar Akureyrar. Sem slíkur fær hann 206.946 krónur á mánuði en það leggst ofan á þingfarakaup sem eru í kringum 550 þúsund krónur. Hann er því með minnst rúmar 750 þúsund krónur á mánuði.

Nýkjörnir þingmenn sem einnig sinna sveitastjórnarmálum eru Ásbjörn Óttarsson sem kemur nýr inn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann situr í bæjarstjórn Snæfellsbæjar. Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðiskona, er sveitastjóri í Rangáþingi eystra. Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingunni, er bæjarstýra í Garði. Þá er Jónína Rós Guðmundsdóttir, Samfylkingunni, formaður bæjarráðs Fljótsdalshéraðs. Að lokum þá er Framsóknarmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×