Fórnarlömb á Arnarnesi: Rólegri eftir handtökurnar Valur Grettisson skrifar 28. apríl 2009 14:02 Tveir menn ruddust inn á hjón á Mávanesi. Konan er rólegri eftir handtökurnar. „Ég er ótrúlega hress miðað við það sem á hefur gengið," segir kona á áttræðisaldri sem varð fyrir óhugnalegri árás á heimili sínu við Mávanes um helgina þegar fjórir einstaklingar tóku hana og eiginmann hennar til fanga á heimili þeirra. Búið er að handtaka þá sem tengdust málinu og hefur lögreglan farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Íbúar í hverfinu eru óttaslegnir vegna fréttanna. Aðspurð hvort hún sé rólegri eftir að einstaklingarnir voru handteknir svarar konan: „Jú, okkur varð rórri vitandi af þeim á bak við lás og slá." Árás fjórmenninganna var hrottafengin og það sló óhugur á Íslendinga að heyra af henni. Tveir hettuklæddir menn dingluðu dyrabjöllunni hjá þeim og ruddust svo inn þegar þau opnuðu hurðina. Mennirnir voru vopnaðir hnífi sem þeir ógnuðu þeim með. Mennirnir rændu heimili þeirra og hótuðu að skjóta þau. Þeir voru þó ekki vopnaðir skammbyssum. Annar ræningjanna sló konuna í höfuðið, svo virðist sem það hafi verið gert í þeim tilgangi að rota hana. Það tókst ekki. Alls héldu þeir hjónunum föngnum í tuttugu mínútur. Þeir skáru svo á símalínur og flúðu af vettvangi. Hjónunum er brugðið enda árásin bæði hrottafengin og óhugnaleg. Konan kveinkar sér ekki mikið undan meiðslum en segist lurkum laminn eftir mennina. Hún segir lögregluna hafa staðið sig með prýði en athygli vakti að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, fór sjálfur heim til þeirra og upplýsti hjónin um að fjórir höfðu verið handteknir vegna málsins. „Maður verður að harka þetta af sér og vinna úr þessu," segir konan sem lítur björtum augum til framtíðar og lætur hina óhugnalegu árás ekki draga úr sér kjarkinn. Hún segir að þau hjónin séu dálítið vör um sig enda ráðist inn í heilagasta vígið - heimilið. „Ég ætla bara að rétt vona að aðrir verði ekki fyrir þessu," segir konan að lokum. Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Sambærilegt mál hefur ekki komið upp í fjölda ára. Tengdar fréttir Ræningjanna á Arnarnesi enn leitað - vísbendingar borist Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er tveggja manna enn leitað sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í gærkvöldi. Ránið var vopnað, harkalegt en hjónunum var haldið í gíslingu í rúmar tuttugu mínútur. 26. apríl 2009 20:12 Vopnaðir menn réðust inn á heimili eldri hjóna og héldum þeim í gíslingu Á tólfta tímanum í gærkveldi réðust tveir íslenskir karlmenn um tvítugt, er voru íklæddir hettupeysum, með klúta fyrir vitum og hanskaklæddir inn á heimili eldri hjóna í Mávanesi á Arnarnesi. 26. apríl 2009 12:36 Arnarnesárásarmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí Mennirnir sem réðust inn á heimili hjóna á Arnarnesi og hótuðu þeim lífláti hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí, 28. apríl 2009 13:54 Arnarnesræningjarnir ófundnir Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn og engar haldbærar vísbendingar hafa borist lögregu vegna mannanna tveggja, sem rændu roskin hjón á heimili þeirra á Arnarnesi í Garðabæ undir miðnætti í fyrrakvöld. 27. apríl 2009 07:04 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Ég er ótrúlega hress miðað við það sem á hefur gengið," segir kona á áttræðisaldri sem varð fyrir óhugnalegri árás á heimili sínu við Mávanes um helgina þegar fjórir einstaklingar tóku hana og eiginmann hennar til fanga á heimili þeirra. Búið er að handtaka þá sem tengdust málinu og hefur lögreglan farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Íbúar í hverfinu eru óttaslegnir vegna fréttanna. Aðspurð hvort hún sé rólegri eftir að einstaklingarnir voru handteknir svarar konan: „Jú, okkur varð rórri vitandi af þeim á bak við lás og slá." Árás fjórmenninganna var hrottafengin og það sló óhugur á Íslendinga að heyra af henni. Tveir hettuklæddir menn dingluðu dyrabjöllunni hjá þeim og ruddust svo inn þegar þau opnuðu hurðina. Mennirnir voru vopnaðir hnífi sem þeir ógnuðu þeim með. Mennirnir rændu heimili þeirra og hótuðu að skjóta þau. Þeir voru þó ekki vopnaðir skammbyssum. Annar ræningjanna sló konuna í höfuðið, svo virðist sem það hafi verið gert í þeim tilgangi að rota hana. Það tókst ekki. Alls héldu þeir hjónunum föngnum í tuttugu mínútur. Þeir skáru svo á símalínur og flúðu af vettvangi. Hjónunum er brugðið enda árásin bæði hrottafengin og óhugnaleg. Konan kveinkar sér ekki mikið undan meiðslum en segist lurkum laminn eftir mennina. Hún segir lögregluna hafa staðið sig með prýði en athygli vakti að Stefán Eiríksson, lögreglustjóri, fór sjálfur heim til þeirra og upplýsti hjónin um að fjórir höfðu verið handteknir vegna málsins. „Maður verður að harka þetta af sér og vinna úr þessu," segir konan sem lítur björtum augum til framtíðar og lætur hina óhugnalegu árás ekki draga úr sér kjarkinn. Hún segir að þau hjónin séu dálítið vör um sig enda ráðist inn í heilagasta vígið - heimilið. „Ég ætla bara að rétt vona að aðrir verði ekki fyrir þessu," segir konan að lokum. Einstaklingarnir fjórir sem voru handteknir hafa verið úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Sambærilegt mál hefur ekki komið upp í fjölda ára.
Tengdar fréttir Ræningjanna á Arnarnesi enn leitað - vísbendingar borist Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er tveggja manna enn leitað sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í gærkvöldi. Ránið var vopnað, harkalegt en hjónunum var haldið í gíslingu í rúmar tuttugu mínútur. 26. apríl 2009 20:12 Vopnaðir menn réðust inn á heimili eldri hjóna og héldum þeim í gíslingu Á tólfta tímanum í gærkveldi réðust tveir íslenskir karlmenn um tvítugt, er voru íklæddir hettupeysum, með klúta fyrir vitum og hanskaklæddir inn á heimili eldri hjóna í Mávanesi á Arnarnesi. 26. apríl 2009 12:36 Arnarnesárásarmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí Mennirnir sem réðust inn á heimili hjóna á Arnarnesi og hótuðu þeim lífláti hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí, 28. apríl 2009 13:54 Arnarnesræningjarnir ófundnir Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn og engar haldbærar vísbendingar hafa borist lögregu vegna mannanna tveggja, sem rændu roskin hjón á heimili þeirra á Arnarnesi í Garðabæ undir miðnætti í fyrrakvöld. 27. apríl 2009 07:04 Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Ræningjanna á Arnarnesi enn leitað - vísbendingar borist Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er tveggja manna enn leitað sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í gærkvöldi. Ránið var vopnað, harkalegt en hjónunum var haldið í gíslingu í rúmar tuttugu mínútur. 26. apríl 2009 20:12
Vopnaðir menn réðust inn á heimili eldri hjóna og héldum þeim í gíslingu Á tólfta tímanum í gærkveldi réðust tveir íslenskir karlmenn um tvítugt, er voru íklæddir hettupeysum, með klúta fyrir vitum og hanskaklæddir inn á heimili eldri hjóna í Mávanesi á Arnarnesi. 26. apríl 2009 12:36
Arnarnesárásarmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí Mennirnir sem réðust inn á heimili hjóna á Arnarnesi og hótuðu þeim lífláti hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí, 28. apríl 2009 13:54
Arnarnesræningjarnir ófundnir Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn og engar haldbærar vísbendingar hafa borist lögregu vegna mannanna tveggja, sem rændu roskin hjón á heimili þeirra á Arnarnesi í Garðabæ undir miðnætti í fyrrakvöld. 27. apríl 2009 07:04