Innlent

Arnarnesárásarmenn úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Annar mannanna leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mynd/ Vilhelm.
Annar mannanna leiddur út úr Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mynd/ Vilhelm.
Mennirnir sem réðust inn á heimili hjóna á Arnarnesi á kosninganótt, rændu þau og hótuðu þeim lífláti hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri sagði í samtali við fréttastofu í gær að þetta væri með þeim grófari málum, af þessu tagi, sem komið hefði inn á borð lögreglu síðustu ár.








Tengdar fréttir

Nokkrir yfirheyrðir vegna ránsins á Arnarnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í morgun yfirheyrt nokkra menn vegna ránsins á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi í fyrrakvöld, en engin hefur verið handtekinn. Unnið er eftir ýmsum vísbendingum, sem borist hafa lögrelgunni.

Ræningjanna á Arnarnesi enn leitað - vísbendingar borist

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er tveggja manna enn leitað sem rændu eldri hjón á Arnarnesi í gærkvöldi. Ránið var vopnað, harkalegt en hjónunum var haldið í gíslingu í rúmar tuttugu mínútur.

Arnarnesræningjarnir ófundnir

Enginn hefur enn verið yfirheyrður eða handtekinn og engar haldbærar vísbendingar hafa borist lögregu vegna mannanna tveggja, sem rændu roskin hjón á heimili þeirra á Arnarnesi í Garðabæ undir miðnætti í fyrrakvöld.

Arnarnesræningjarnir handteknir

Fjórir einstaklingar, tveir menn og tvær konur, sem grunuð eru um að hafa ráðist inn á heimili roskinna hjóna á Arnarnesi á kjördag. Mennirnir voru vopnaðir og grímuklæddir þegar þeir ruddust inn á heimilið og hótuðu hjónunum lífláti ef þau létu ekki fjármuni af hendi. Hjónunum var haldið í gíslingu í 15 til 20 mínútur á meðan þeir fóru ránshendi um íbúðina.

Stefán upplýsti hjónin um handtöku Arnarnesræningjanna

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, heimsótti í dag eldri hjón sem haldið var í gíslingu á heimili sínu á laugardagskvöld og tilkynnti þeim að ræningjarnir væru í haldi lögreglu.

Gæsluvarðhalds krafist yfir Arnarnesárásarmönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur karlmönnum sem hafa játað á sig húsbrot og líkamsárás á eldri hjón á Arnarnesi. Mennirnir játuðu aðild sína að málinu í gær. Árásin var mjög gróf og var hjónunum meðal annars hótað lífláti. Þá var klippt á símasnúrur til að varna því að þau gætu hringt á hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×