Innlent

Samningur um aukna þjálfun

Samvinna LHG og LHS aukin með nýjum samningi.
mynd/lhg
Samvinna LHG og LHS aukin með nýjum samningi. mynd/lhg

Öryggismál Samningur hefur verið undirritaður á milli Landhelgisgæslu Íslands og Slysa- og bráðasviðs Landspítalans um gagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu LHG og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði LSH.

Samningurinn felur í sér að auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutningi á slösuðum og sjúkum með þyrlum Gæslunnar.

Greiningarsveit bráðasviðs LHG fær þjálfun í umgengni við þyrlur og sjúkraflutningamenn í áhöfnum LHG fá þjálfun á bráðasviði LSH. Samkomulagið hefur ekki sérstakan kostnað í för með sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×