Enski boltinn

Nú eða aldrei með Arshavin

Arshavin er 27 ára gamall
Arshavin er 27 ára gamall NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Zenit í Pétursborg hafa nú fengið nóg af hringlinu í kring um leikmann sinn Andrei Arshavin og hafa gefið Arsenal frest fram á kvöld til að klára að kaupa hann - ella verði ekkert af því.

Rússneski landsliðsmaðurinn hefur verið í fréttum daglega síðustu vikur þar sem hann er mest orðaður við Arsenal.

Rétt eins og Tottenham síðasta sumar, hefur Arsenal ekki náð að komast að samkomulagi við Rússana um kaup á leikstjórandanum.

Sky segir að þrjár milljónir punda séu á milli þess að félögin geti náð samkomulagi um söluna.

"Ef Arsenal gengur ekki að skilmálum okkar, verður Arshavin ekki seldur. Málið verður leyst fyrir laugardagskvöld," sagði framkvæmdastjóri hjá Zenit í samtali við Sport Express.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×