Enski boltinn

Upphitun fyrir Man Utd-Chelsea hefst 15:30

NordicPhotos/GettyImages
Mikil eftirvænting ríkir meðal knattspyrnuáhugamanna fyrir leik Manchester United og Chelsea sem mætast í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester klukkan 16 í dag.

Þessi lið börðust um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og mættust í úrslitaleik meistaradeildar Evrópu í maí. Bæði lið hafa tapað tveimur leikjum, fyrir Liverpool og Arsenal.

United hefur tapað leikjunum á útivelli en Chelsea hefur tapað fyrir sömu mótherjum á heimavelli. Manchester United er ósigrað á heimavelli, hefur unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli.

Chelsea hefur ekki tapað á útivelli í 10 leikjum í vetur, unnið 8 og gert 2 jafntefli. Liverpool hefur fjögurra stiga forystu á Chelsea eftir markalaust jafntefli við Stoke í gær.

Manchester United er 8 stigum á eftir Liverpool en á þrjá leiki til góða. Leikurinn hefst klukkan 16 og hann verður sýndur beint á sport 2.

Upphitun hefst klukkan 15,30 þá koma í heimsókn stuðningsmenn liðanna Willum Þór Þórsson og Auðun Blöndal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×