Innlent

Ung vinstri græn vilja sumarannir

Steinunn Rögnvalsdóttir, formaður UVG.
Steinunn Rögnvalsdóttir, formaður UVG.
Ung vinstri græn hvetja menntamálaráðherra til að beita sér fyrir því að sem flestir háskólar bjóði upp á sumarannir á komandi sumri. Einnig leggja Ung vinstri græn til að skólagjöld fyrir sumarnám á framhaldsskólastigi verði afnumin.

Ljóst er að vegna efnahagsþrenginga og atvinnuleysis verður erfitt fyrir skólafólk að fá vinnu í sumar, að fram kemur í tilkynningu. Ung vinstri græn benda á að það er hagkvæmara að bjóða háskólanemum upp á námslán sem þeir svo endurgreiða að loknu námi, en að borga út atvinnuleysisbætur til þeirra fjölmörgu sem ekki fá vinnu.

„Í stað þess að sætta okkur við vonleysi og atvinnuleysi getum við stuðlað að upplýstu þekkingarsamfélagi með því að styðja við þá sem vilja afla sér menntunar. Ung vinstri græn vilja leggja áherslu á nýsköpun og rannsóknir sem skapa fjölbreytt störf til lengri og skemmri tíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×