Erlent

Yfirtaka eignir svikahrappsins Madoffs

Bernard Madoff.
Bernard Madoff.
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa nú hafist handa við að yfirtaka eignir svikahrappsins Bernards Madoffs. Þegar er búið að leggja hald á snekkju Madoffs sem er mikil listasmíði frá árinu 1969. Hún er metin á um 260 milljónir króna. Minni bátur var hirtur í leiðinni.

Lögreglumenn fóru einnig inn í sveitasetur Madoffs í Palm Beach og skrifuðu þar upp innanstokksmuni og skiptu um lása á öllum hurðum. Þetta er þó aðeins brot af eignum Madoffs. Hann situr sjálfur í fangelsi en lögfræðingar hans berjast fyrir því að kona hans og aðrir ættingjar fái að halda einhverjum af eignunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×