Ákvörðun um skatta kynnt í sumarbyrjun 2. apríl 2009 05:00 Indriði H. Þorláksson ráðuneytisstjóri, Steingrímur fjármálaráðherra og Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu, svöruðu spurningum fjárlaganefndar í gær.fréttablaðið/anton Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um sölu ríkisbankanna; það sé þó ljóst að við einkavæðingu þeirra verði viðhöfð önnur aðferðafræði en árið 2002. Hann segir að ákvarðanir um hugsanlegar skattahækkanir verði kynntar um mánaðamótin maí/júní. Þetta kom fram á opnum fundi fjárlaganefndar í gær þar sem rætt var um framvindu samkomulags íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og stöðu efnahagsmála. Í umræðum um samskipti stjórnvalda við AGS kom fram í máli Steingríms að sjóðurinn hefði ekki gert athugasemdir við breyttar áherslur nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Sagði Steingrímur að héldu stjórnvöld sig innan ramma þess samkomulags sem gert hefði verið myndi sjóðurinn halda sig til hlés. Áætlunin væri í þeim skilningi sveigjanleg. Sjálfstæðismenn inntu Steingrím eftir því hvaða upplýsingar um stöðu efnahagsmála sjóðurinn hefði fengið í nýlegri heimsókn, og gagnrýndu að fjárlaganefnd og Alþingi fengju ekki aðgang að sömu gögnum. Steingrímur sagði það á hendi AGS að gefa téðar upplýsingar, en „engin stór leyndarmál væri þar að finna“. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd lögðu hart að Steingrími að svara því hvort ákvarðanir um skattahækkanir hefðu verið teknar, en fjármálaráðherra hefur sagt að blönduð leið niðurskurðar og tekjuöflunar með skattahækkunum sé eina færa leiðin til að loka fjárlagagati upp á 150 til 170 milljarða á næstu tveimur til þremur árum. Steingrímur sagði að tillögurnar yrðu kynntar þegar tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs yrðu ræddar. Kom fram að niðurskurður á næsta ári gæti numið 35 til 55 milljörðum króna. Steingrímur sagði að ákvarðanir um hugsanlegt söluferli bankanna lægju ekki fyrir enda væru efnahagsreikningar þeirra enn viðfangsefnið. Engin leið hefði verið útilokuð við hugsanlega sölu bankanna og til greina kæmi að kröfuhafar eignuðust hluta í þeim. Nokkuð var rætt um Icesave-deiluna á fundinum og dró Steingrímur þar til baka þau orð sín að „glæsileg niðurstaða“ væri möguleg, sem hann viðhafði í fréttaviðtali. Sagði hann orðalag sitt hafa verið óheppilegt og „bærileg niðurstaða“ væri nær sannleikanum. Hann sagði samskipti við Hollendinga og Breta hafa batnað mikið.svavar@frettabladid.is Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að engar ákvarðanir hafi verið teknar um sölu ríkisbankanna; það sé þó ljóst að við einkavæðingu þeirra verði viðhöfð önnur aðferðafræði en árið 2002. Hann segir að ákvarðanir um hugsanlegar skattahækkanir verði kynntar um mánaðamótin maí/júní. Þetta kom fram á opnum fundi fjárlaganefndar í gær þar sem rætt var um framvindu samkomulags íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og stöðu efnahagsmála. Í umræðum um samskipti stjórnvalda við AGS kom fram í máli Steingríms að sjóðurinn hefði ekki gert athugasemdir við breyttar áherslur nýrrar ríkisstjórnar í efnahagsmálum. Sagði Steingrímur að héldu stjórnvöld sig innan ramma þess samkomulags sem gert hefði verið myndi sjóðurinn halda sig til hlés. Áætlunin væri í þeim skilningi sveigjanleg. Sjálfstæðismenn inntu Steingrím eftir því hvaða upplýsingar um stöðu efnahagsmála sjóðurinn hefði fengið í nýlegri heimsókn, og gagnrýndu að fjárlaganefnd og Alþingi fengju ekki aðgang að sömu gögnum. Steingrímur sagði það á hendi AGS að gefa téðar upplýsingar, en „engin stór leyndarmál væri þar að finna“. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd lögðu hart að Steingrími að svara því hvort ákvarðanir um skattahækkanir hefðu verið teknar, en fjármálaráðherra hefur sagt að blönduð leið niðurskurðar og tekjuöflunar með skattahækkunum sé eina færa leiðin til að loka fjárlagagati upp á 150 til 170 milljarða á næstu tveimur til þremur árum. Steingrímur sagði að tillögurnar yrðu kynntar þegar tekju- og gjaldahlið fjárlaga næsta árs yrðu ræddar. Kom fram að niðurskurður á næsta ári gæti numið 35 til 55 milljörðum króna. Steingrímur sagði að ákvarðanir um hugsanlegt söluferli bankanna lægju ekki fyrir enda væru efnahagsreikningar þeirra enn viðfangsefnið. Engin leið hefði verið útilokuð við hugsanlega sölu bankanna og til greina kæmi að kröfuhafar eignuðust hluta í þeim. Nokkuð var rætt um Icesave-deiluna á fundinum og dró Steingrímur þar til baka þau orð sín að „glæsileg niðurstaða“ væri möguleg, sem hann viðhafði í fréttaviðtali. Sagði hann orðalag sitt hafa verið óheppilegt og „bærileg niðurstaða“ væri nær sannleikanum. Hann sagði samskipti við Hollendinga og Breta hafa batnað mikið.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Sjá meira