Enski boltinn

Klinsmann tjáir sig ekkert um Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jurgen Klinsmann lék 108 landsleiki fyrir Þýskaland.
Jurgen Klinsmann lék 108 landsleiki fyrir Þýskaland. Mynd/AFP
Jurgen Klinsmann hefur ekkert viljað tjáð sig um það hvort hann sé að fara taka við Liverpool-liðinu næsta sumar af Rafa Benitez en menn hafa verið að velta því upp í enskum fjölmiðlum.

Klinsmann hefur lengi verið orðaður við stjórnastöðuna hjá enska úrvalsdeildarliðinu og það fór einu sinni svo langt að hann hitti einu sinni annan eigandann, Tom Hicks, þar sem þeir fóru yfir málin saman.

„Það eru alltaf sögusagnir í gangi. Það eina sem er ljóst er að ég fer ekki aftur í þýsku bundesliguna. Ég verð kannski kominn með starf annarsstaðar eftir HM í sumar," sagði Jurgen Klinsmann í viðtali við þýska blaðið Bild.

Benitez skrifaði nýlega undir langtíma samning við Liverpool en slakt gengi á þessu tímabili hefur kallað á harða gagnrýni á störf hans. Benitez hefur verið í fimm ár á Anfield en það fór ekki vel í menn þar á bæ að liðið skildi detta út úr Meistaradeildinni á dögunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×