Enski boltinn

Sjúkralisti United lengist

Danny Welbeck meiddist í kvöld
Danny Welbeck meiddist í kvöld AFP

Ungliðarnir Danny Welbeck og Fabio bættust í kvöld á langan meiðslalista Manchester United í sigri liðsins á Tottenham í enska bikarnum.

Cristiano Ronaldo þótti ekki eiga eftirminnilegan dag, en það á sér líka sínar eðlilegu skýringar - kappinn var veikur.

"Ronaldo var með smá pest en vildi endilega spila. Það er gott að hafa hann inni á vellinum. Hann ætti að vera orðinn góður fyrir næsta leik," sagði Ferguson en United mætir West Brom um miðja næstu viku.

"Ryan Giggs og Darren Fletcher verða frískir í næstu viku en við erum í talsverðum vandræðum með bakvarðastöðurnar," sagði Ferguson.

Welbeck og Fabio eru meiddir á ökkla og kálfa og verða ekki með í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×