Íslenski boltinn

Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum.

„Það var mjög erfitt að spila á móti þessu Grindavíkurliði. Við vorum lélegir í fyrri hálfleik en komum sterkari í þann síðari. Menn voru orðnir þreyttir þarna í framlengingunni og þá ræðst þetta bara á hugarfarinu," sagði Kristján.

„Ég hefði viljað klára þetta á 90 mínútum í stað þess að leika 120 vegna Evrópuleiksins á fimmtudaginn. En þetta var samt þess virði svo maður á ekki að vera að kvarta."

Framarar verða því í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin. „Við ætlum okkur alla leið. Ég vill samt ekki nefna neina óskamótherja í næstu umferð. Það er svo oft sem maður tapar ef maður er að því," sagði Kristján með bros á vör.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×