Enski boltinn

Grétar vill feta í fótspor Eiðs Smára og Guðna Bergs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Grétar vonast til að komast í flokk með Guðna Bergssyni.
Grétar vonast til að komast í flokk með Guðna Bergssyni. Nordic Photos/Getty Images

Grétar Rafn Steinsson hefur greint frá því að sem ungur maður hafi hann heillast af löndum sínum sínum sem gerðu það áður gott með Bolton Wanderers.

„Allir Íslendingarnir hjá Bolton hafa gert það gott og ég vil að mín verði líka minnst á góðan hátt hjá félaginu. Fólk talar enn um Eið Smára, Arnar Gunnlaugsson og svo að sjálfsögðu Guðna Bergsson. Að vera minnst meðal þeirra væri frábært," sagði Grétar Rafn við Bolton News.

„Fólk hér úti skilur kannski ekki hvað Bolton er stórt félag heima á Íslandi. Íslendingar hafa verið að fylgjast náið með Bolton í tólf ár og það er gaman að vera hluti af þessu. Þegar ég var að þroskast var Guðni fyrirliði Bolton og íslenska landsliðsins.

Þá voru ekki margir íslenskir atvinnumenn þannig að þegar Guðni fór til Tottenham og síðar Bolton voru það stórtíðindi. Sérstaklega þar sem honum gekk svo vel. Guðna lyndir við alla. Hann vann fyrir sínu og gerði frábæra hluti fyrir Bolton þannig að ef ég get gert í það minnsta helminginn af því sem Guðni gerði vona ég að litið verði á mig sömu augum," sagði Grétar Rafn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×