Enski boltinn

Mascherano: Verðum að láta sigurinn gegn United gilda

Ómar Þorgeirsson skrifar
Javier Mascherano.
Javier Mascherano. Nordic photos/AFP

Miðjumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hvetur liðsfélaga sína til þess að dvelja ekki of lengi við sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester United um helgina því hver leikur sé nú mikilvægur.

Liverpool hafði sem kunnugt er tapað fjórum leikjum í röð fyrir sigurinn gegn United og því telur Mascherano að liðið megi ekki við öðru en að sýna sama baráttuanda og í leiknum gegn united það sem eftir lifir tímabilsins.

„Ef við ætlum að láta sigurinn gegn United þýða eitthvað þá verðum við að spila af sömu festu í hverri viku. Það var mjög erfitt að tapa fjórum leikjum í röð en við náðum að rífa okkur upp úr því og þurfum nú að halda áfram á sömu braut. Ef við viljum uppskera í lok tímabilsins þá þurfum við alltaf að spila með sama hætti og við gerðum gegn United," er haft eftir Mascherano í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×