Fótbolti

Samningur um Beckham tilkynntur á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Beckham í leik með AC Milan.
David Beckham í leik með AC Milan. Nordic Photos / Getty Images
Búist er við því að samningur LA Galaxy og AC Milan um David Beckham verði tilkynntur fyrst á morgun.

Fyrir helgi bárust fregnir af því að samkomulag væri í höfn á milli félaganna tveggja um að framlengja dvöl Beckham hjá AC Milan til loka tímabilsins. Þá snýr hann aftur til Bandaríkjanna og klárar tímabilið með Galaxy.

Fréttastofa Reuters hefur hins vegar eftir heimildamanni sínum að samningar væru ekki enn í höfn.

„Það er enn verið að ræða um nokkur smáatriði sem fólk virðist oft gleyma í svona málum. Ég á von á því að tilkynnt verði um samninginn á mánudag," sagði heimildamaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×