Enski boltinn

Woodards: Guðjón gaf okkur trúna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Danny Woodards.
Danny Woodards.

Danny Woodards, varnarmaður Crewe, segir að Guðjóni Þórðarsyni hafi tekist að gefa leikmönnum sjálfstraust og trú á eigin getu. Crewe hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum og er komið upp úr fallsæti ensku C-deildarinnar.

„Andrúmsloftið innan hópsins er orðið mjög gott, knattspyrnustjórinn hefur gert ótrúlega hluti með okkur. Við vorum alltaf með nægilega sterka leikmenn, við þurftum bara sjálfstraust. Nú þegar við höfum trúna erum við til í að mæta öllum liðum," sagði Woodards.

Crewe mætir Carlisle á þriðjudagskvöld en bæði lið eru í fallbaráttunni. „Núna trúum við því að við getum unnið alla leikið. Heppnin er með okkur í liði núna, við spilum vel og skorum mörk," sagði Woodards við BBC fréttastofuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×