Enski boltinn

Benítez: Meiðsli Torres reynst dýr

Elvar Geir Magnússon skrifar

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að hans lið væri nær Manchester United á töflunni ef ekki væri fyrir meiðslavandræði Fernando Torres.

Það versta fyrir okkur hafa verið meiðsli Torres. Hann er okkar helsti sóknarmaður og skorað fullt af mörkum á síðasta tímabili," sagði Benítez en Torres hefur aðeins leikið 15 deildarleiki á tímabilinu.

„Það var erfitt að berjast um titilinn fyrir en enn erfiðara núna. Við þurfum að fara að nýta færin sem við fáum betur, það hefur verið vandamál hjá okkur allt tímabilið. Ef Torres hefði ekki lent í þessum meiðslum væri staðan kannski önnur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×