Innlent

Vatnsberinn með amfetamín á Litla-Hrauni

Þór Óliver var dæmdur 1999 fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni. Mynd/GVA
Þór Óliver var dæmdur 1999 fyrir morðið á Agnari W. Agnarssyni. Mynd/GVA
Þórhallur Ölver Gunnlaugsson, sem gengur nú undir nafninu Þór Óliver og oft er kallaður Vatnsberinn, hlaut dóm í dag eftir að amfetamín fannst í fangaklefa hans á Litla-Hrauni í desember. Þór á að baki langan sakaferil allt frá árinu 1979 en hann hefur setið í fangelsi frá 1999 fyrir að hafa myrt Agnar W. Agnarsson á heimili sínu við Leifsgötu í Reykjavík.

Fangaverðir fundu 1,83 grömm af amfmetamíni við leit í klefa Þórs í desember á síðasta ári. Héraðsdómur Suðurlands dæmdi hann til að greiða 45 þúsund krónur í sekt vegna málsins. Greiði hann sektina ekki innan fjögurra vikna þarf hann að sæta sitja í fangelsi í fjóra daga í viðbót.

Þór hlaut viðurnefnið Vatnsberinn í tengslum við stórfelld svik á virðisaukaskatti í tengslum við vatnsverksmiðju í Hafnarfirði á tíunda ártug síðustu aldar. Bæði Þór og Agnar fengu dóm í málinu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×