Fótbolti

Twente og Heerenveen í undanúrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór Smárason í leik með Heerenveen.
Arnór Smárason í leik með Heerenveen. Nordic Photos / AFP

Íslendingaliðin Twente og Heerenveeen komust í gær í undanúrslit hollensku bikarkeppninnar.

Arnór Smárason lék allan leikinn er Heerenveen vann sigur á NEC, 3-1. Twente vann 1-0 sigur á De Graafschap og kom Bjarni Þór Viðarsson ekki við sögu í leiknum.

Þriðja Íslendingaliðið gæti komist áfram í undanúrslitin í kvöld en þá mætir AZ, lið þriggja ungra Íslendinga, NAC Breda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×