Erlent

Fékk högg á höfuðið við forsetaþyrluna

Barack Obama er ennþá að venjast því að ferðamáti hans er annar síðan hann varð forseti Bandaríkjanna. Til dæmis verður hann nú að ferðast með þyrlu ef hann bregður sér af bæ. Obama er hávaxinn miðað við fyrri Bandaríkjaforseta, eða 183 sentimetrar. Dyrnar á þyrlunni hans eru ekki gerðar fyrir svo stóran mann.

Forsetinn fékk því dúndrandi högg á höfuðið á mánudag þegar hann gleymdi að beygja sig þegar hann fór um borð. Þetta var raunar í fimmta skipti sem Obama flýgur með þyrlunni, en ekki fylgir sögunni hvort þetta var fimmta kúlan sem hann fær á hausinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×