Erlent

Ók upp að Capitol Hill með riffil

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/CNN

Lögreglan í Washington handtók síðdegis í gær mann á sjötugsaldri sem ók upp að þinghúsinu á Capitol Hill með riffil í bílnum og sagðist vera með sendingu til Baracks Obama forseta.

Í bílnum fundust einnig skotfæri og reyndist riffillinn vera óskráður en í Bandaríkjunum er ólöglegt að eiga skotvopn sem ekki eru skráð. Maðurinn var færður til yfirheyrslu en ekki er enn ljóst hvað honum gekk til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×