Erlent

Rússar íhuga að aðstoða NATO

MYND/AP

Rússar eru að íhuga að leggja NATO til flutningavélar til þess að flytja hergögn og vistir til Afganistans. Samband Bandaríkjanna og Rússlands hefur verið stirt undanfarin misseri, svo ekki sé meira sagt. Barack Obama hefur sagt að það sé meðal þess sem hann vilji breyta. Rússar virðast vera nokkuð á sömu línu.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í dag að þeir væru að skoða ýmsar leiðir til þess að bæta sambúð ríkjanna.

Rússar hafa fasta sendinefnd hjá NATO. Lavrov sagði að þeir hefðu meðal annars rætt við NATO ríkin um að leggja til flutningavélar til þess að flytja hergögn og vistir til Afganistans.

Á undanförnum árum hafa Rússar haft vissa samvinnu við NATO ríkin vegna Afganistans. Meðal annars hafa vestrænar herflutningavélar fengið leyfi til þess að fljúga um rússneska lofthelgi á leið sinni til landsins.

Með því að leggja sjálfir til vélar myndu Rússar stíga skrefi lengra í þessu samstarfi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×