Enski boltinn

Ökuskírteinið tekið af Keegan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Keegan, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle.
Kevin Keegan, fyrrum knattspyrnustjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images
Kevin Keegan má ekki bíl næsta hálfa árið þar sem ökuskírteini hans var tekið af honum vegna hraðaaksturs.

Keegan ók á 58 km/klst hraða (36 mílur/klst) á svæði þar sem leyfilegur hámarkshraði er 48 km/klst (30 m/klst) í ágúst síðastliðnum, nokkrum dögum áður en hann hætti sem knattspyrnustjóri Newcastle.

Keegan var þar með kominn með tólf refsipunkta og missir þar með ökuskírteinið sitt næsta hálfa árið.

Málið var tekið fyrir í rétti í dag en Keegan mætti ekki sjálfur. Hins vegar var lesið upp úr bréfi sem konan hans skrifaði réttinum. Þar stóð að „hann var mjög ringlaður eftir fund hjá Newcastle United."

Honum var gert að greiða 135 þúsund krónur í málskostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×