Leikir helgarinnar á Englandi 16. janúar 2009 19:36 Liverpool og Everton mætast í deildarleik á Anfield á mánudag og svo aftur í bikarnum sunnudaginn eftir það NordicPhotos/GettyImages Manchester United getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið sækir Bolton heim, en liðið verður þá án framherjans Wayne Rooney sem er meiddur á læri. Rooney verður líklega frá í um þrjár vikur en auk hans eru þeir Patrice Evra (ökklameiðsli), Rio Ferdinand (bak), Wes Brown (ökkli) og Owen Hargreaves (hné) fjarri góðu gamni. Chelsea getur fagnað því að varnarjaxlinn Ricardo Carvalho er búinn að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Southend á dögunum og ætti því að verða klár gegn Stoke á morgun. Þá verða þeir Didier Drogba og Florent Malouda klárir þrátt fyrir smávægileg meiðsli. Miðjumaðurinn Deco verður hinsvegar ekki með og sömu sögu er að segja af Joe Cole sem haltraði af velli meiddur á hné. Ekki hefur verið skorið úr um hve lengi hann verður frá. Arsenal sækir Hull heim í kvöldleiknum á morgun en þar er möguleiki á að kamerúnski landsliðsmaðurinn Alex Song verði með Arsenal á ný eftir meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta mánuði. Svo gæti farið að Kevin Kilbane léki sinn fyrsta leik fyrir Hull eftir að hann var keyptur frá Wigan, en Hull verður án miðjumannsins George Boateng næstu mánuðina. Liverpool og Everton mætast í grannaslag á mánudagskvöldið og þar vonast rauðir eftir að sjá Fernando Torres í byrjunarliði, en hann hefur komið inn sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Manchester City hefur heldur betur verið í umræðunni undanfarið og á morgun endurheimtir liðið Brasilíumanninn Robinho úr ökklameiðslum þegar það mætir Wigan. Ekki er ólíklegt að enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge spili sinn fyrsta leik fyrir City eftir að hafa komið frá Chelsea. Shaun Wright Phillips er tæpur hjá City vegna meiðsla á læri. Sunderland verður án Steed Malbranque (leikbann) þegar liðið sækir Aston Villa heim á morgun, en endurheimtir Phil Bardsley eftir veikindi. Villa er í fjórða sæti deildarinnar og er á góðu skriði um þessar mundir. Á morgun er loks á dagskrá harður fallslagur þar sem Middlesbrough tekur á móti West Brom. Boro hefur ekki unnið sigur í níu leikjum í röð, en svo gæti farið að Marc-Antoine Fortune léki sinn fyrsta leik í byrjunarliði West Brom eftir að hann kom á lánssamningi frá Nancy í Frakklandi. Roman Bednar er í leikbanni hjá West Brom. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
Manchester United getur komist á toppinn í ensku úrvalsdeildinni á morgun þegar liðið sækir Bolton heim, en liðið verður þá án framherjans Wayne Rooney sem er meiddur á læri. Rooney verður líklega frá í um þrjár vikur en auk hans eru þeir Patrice Evra (ökklameiðsli), Rio Ferdinand (bak), Wes Brown (ökkli) og Owen Hargreaves (hné) fjarri góðu gamni. Chelsea getur fagnað því að varnarjaxlinn Ricardo Carvalho er búinn að ná sér af meiðslum sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Southend á dögunum og ætti því að verða klár gegn Stoke á morgun. Þá verða þeir Didier Drogba og Florent Malouda klárir þrátt fyrir smávægileg meiðsli. Miðjumaðurinn Deco verður hinsvegar ekki með og sömu sögu er að segja af Joe Cole sem haltraði af velli meiddur á hné. Ekki hefur verið skorið úr um hve lengi hann verður frá. Arsenal sækir Hull heim í kvöldleiknum á morgun en þar er möguleiki á að kamerúnski landsliðsmaðurinn Alex Song verði með Arsenal á ný eftir meiðsli sem hann varð fyrir í síðasta mánuði. Svo gæti farið að Kevin Kilbane léki sinn fyrsta leik fyrir Hull eftir að hann var keyptur frá Wigan, en Hull verður án miðjumannsins George Boateng næstu mánuðina. Liverpool og Everton mætast í grannaslag á mánudagskvöldið og þar vonast rauðir eftir að sjá Fernando Torres í byrjunarliði, en hann hefur komið inn sem varamaður í síðustu tveimur leikjum. Manchester City hefur heldur betur verið í umræðunni undanfarið og á morgun endurheimtir liðið Brasilíumanninn Robinho úr ökklameiðslum þegar það mætir Wigan. Ekki er ólíklegt að enski landsliðsmaðurinn Wayne Bridge spili sinn fyrsta leik fyrir City eftir að hafa komið frá Chelsea. Shaun Wright Phillips er tæpur hjá City vegna meiðsla á læri. Sunderland verður án Steed Malbranque (leikbann) þegar liðið sækir Aston Villa heim á morgun, en endurheimtir Phil Bardsley eftir veikindi. Villa er í fjórða sæti deildarinnar og er á góðu skriði um þessar mundir. Á morgun er loks á dagskrá harður fallslagur þar sem Middlesbrough tekur á móti West Brom. Boro hefur ekki unnið sigur í níu leikjum í röð, en svo gæti farið að Marc-Antoine Fortune léki sinn fyrsta leik í byrjunarliði West Brom eftir að hann kom á lánssamningi frá Nancy í Frakklandi. Roman Bednar er í leikbanni hjá West Brom.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira