Enski boltinn

Liverpool samþykkti tilboð Portsmouth í Pennant

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jermaine Pennant í leik með Liverpool.
Jermaine Pennant í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Allar líkur eru á því að Jermaine Pennant, leikmaður Liverpool, sé á leið til Portsmouth en félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð.

Frá þessu er greint á heimasíðu Portsmouth þar sem einnig kemur fram að Pennan sé væntanlegur til félagsins til að ræða um persónuleg kaup og kjör.

Pennant hefur verið orðaður við fjölda liða að undanförnu, til að mynda Real Madrid, AC Milan, Tottenham, Wigan, Hull og Stoke.

Kaupverðið er talið vera í kringum tvær milljónir punda en Pennant gekk til liðs við Liverpool frá Birmingham í júlí árið 2006 fyrir 6,7 milljónir punda. Síoðan þá hefur hann spilað 81 leik fyrir félagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×