Erlent

Ók um með öxi í bílnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Nítján ára gamall ökumaður í Esbjerg í Danmörku var í nótt stöðvaður og sektaður fyrir brot á vopnalögum. Kom þetta til af því að í bíl mannsins var öxi sem hann gat ómögulega gert grein fyrir hvað hann ætlaði að gera við. Því síður gat maðurinn skýrt út fyrir lögreglu hvert för hans væri heitið svo hann var færður á lögreglustöð til öryggis, vopnið gert upptækt og hann sektaður fyrir tiltækið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×