Erlent

Myndband af geimfari yfir Somerset vekur athygli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er ekki hluturinn sem sást yfir Somerset en svipar til hans. Myndbandið má skoða á síðu Telegraph og eins á YouTube.
Þetta er ekki hluturinn sem sást yfir Somerset en svipar til hans. Myndbandið má skoða á síðu Telegraph og eins á YouTube.

Myndband af meintu geimfari yfir Somerset á Englandi hefur vakið töluverða athygli. Hópur fólks sem var á ferðalagi með hjólhýsi í júlí í fyrra kom auga á svartan sívalningslaga hlut á himninum og gaf yfirbragð hans til kynna að hann væri gerður úr einhvers konar málmi.

Einn ferðalanganna hafði myndavél meðferðis og tók myndbandið sem meðal annars má skoða á heimasíðu Telegraph. Vitni segja að mörg hundruð manns á svæðinu hafi séð hlutinn greinilega. Malcolm Robinson, sérfræðingur í fljúgandi furðuhlutum, segir í viðtali við Telegraph að atburðurinn komi mjög vel heim og saman við svipuð atvik upp á síðkastið en nokkuð hafi verið um að fólk tilkynni um að hafa séð slíka sívalninga á flugi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×