Enski boltinn

Xisco frá í þrjár vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Xisco, til hægri, í leik með Newcastle gegn West Brom.
Xisco, til hægri, í leik með Newcastle gegn West Brom. Nordic Photos / Getty Images

Newcastle hefur orðið fyrir enn einu áfallinu en sóknarmaðurinn Xisco verður frá næstu þrjár vikurnar vegna meiðsla.

Rannsóknir leiddu í ljós að hann er með brotna stóru tá eftir leik með varaliðið Newcastle nú á mánudagskvöldið.

Hann gekk til liðs við Newcastle frá Deportivo á Spáni á síðasta ári en hefur aðeins spilað sjö leiki með aðalliði Newcastle síðan þá.

Hins vegar eru margir framherjar Newcastle á meiðslalista félagsins og því góð ráð dýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×