Erlent

Tveir menn grunaðir um að kveikja elda í Ástralíu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AFP/Getty Images
Tveir menn eru í haldi lögreglu í Ástralíu, grunaðir um að hafa kveikt hluta þeirra ótalmörgu kjarrelda sem valdið hafa mikilli eyðileggingu á suðausturströnd landsins síðustu daga og orðið meira en 180 manns að bana. Slökkvilið berst enn harðvítuglega við eldana en veður er nú heldur svalara en áður. Hitinn komst upp í allt að 45 gráður dagana áður en kviknaði í.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×