Erlent

Gervihnettir lenda í árekstri í fyrsta sinn

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Jaxa.jp

Töluvert magn af nýju geimrusli varð til þegar tveir mörg hundruð kílógramma gervihnettir, annar rússneskur en hinn bandarískur, rákust saman á ógnarhraða í tæplega 800 kílómetra hæð yfir freðmýrum Síberíu í gær.

Annar hnötturinn vóg um 600 kg en hinn 800 og er þetta í fyrsta sinn í geimferðasögunni sem gervihnettir rekast saman, að sögn talsmanns Bandaríkjahers. Báðir hnettirnir voru fjarskiptahnettir og splundruðust þeir í um 600 hluta sem bætast í flóru þeirra um það bil 18.000 eininga af geimrusli sem þjóta með gríðarlegum hraða umhverfis jörðina og geta gjöreyðilegt hvers kyns geimför sem þær rekast á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×