Enski boltinn

Tottenham áfram eftir sigur á Wigan

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Einn leikur var í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í kvöld. Tottenham komst áfram með því að leggja Wigan á heimavelli sínum 3-1.

Eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik komst Tottenham yfir með marki úr vítaspyrnu í þeim síðari. Fraizer Campbell sótti víti og það var Roman Pavlyuchenko sem skoraði úr spyrnunni.

Luka Modric bætti við skondnu marki með skalla en boltinn barst til hans eftir að hafa hafnað í stönginni. Ansi mikill heppnisstimpill yfir markinu. Henri Camara minnkaði muninn fyrir Wigan undir lokin en í uppbótartíma skoraði Pavlyuchenko þriðja mark Tottenham.

Á morgun verða fjölmargir leikir í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×