Enski boltinn

Zoran Tosic mættur á Old Trafford

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zoran Tosic.
Zoran Tosic.

Manchester United er búið að ganga frá öllu varðandi kaup á serbnesku leikmönnunum Zoran Tosic og Adem Ljajic. Sá fyrrnefndi er þegar orðinn leikmaður United en Ljajic mun klára tímabilið í heimalandinu.

Þeir koma báðir frá Partizan Belgrad. Tosic er 21. árs en á samt 12 landsleiki að baki fyrir Serbíu og er talinn einn efnilegasti kantmaður Evrópu.

Sumir vilja meina að kaupin á Tosic varpi upp spurningu um framtíð hins portúgalska Nani sem hefur ekki náð að festa sig í sessi á Old Trarfford. Aðrir telja að þarna hafi Sir Alex Ferguson verið að finna arftaka Ryan Giggs og muni spila Tosic hægt og rólega inn í liðið.

Ljajic er aðeins 17 ára og er þegar farinn að leika með U21 landsliði Serbíu. Það er aðeins talið tímaspursmál hvenær hann fer að leika með A-landsliði Serbíu. Eins og áður sagði kemur hann á Old Trafford í sumar og mun klára tímabilið í Belgrad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×