Fylgist með þessum 2009 Elvar Geir Magnússon skrifar 2. janúar 2009 18:00 Ian Wright, fyrrum markahrókur og núverandi pistlahöfundar The Sun, hefur tekið saman nöfn níu ungra enskra leikmanna sem eru líklegir til að springa út á því ári sem nú er hafið. Joe Lewis (21. árs, Peterborough)„Eins og allir aðrir þá var ég hissa þegar Fabio Capello valdi hann í landsliðshópinn fyrir tvo æfingaleiki síðasta sumar. Það eru ekki margir efnilegir markverðir á leiðinni svo það er mikilvægt að hlúa vel að þeim sem við eigum. Hefur verið mikilvægur hjá Peterborough á tímabilinu þó hann hafi átt erfiða byrjun."Michael Mancienne (20 ára, Chelsea)„Hefur mikla hæfileika og var því valinn í enska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi. Hann hefur hraða og svo virðist sem hann geti líka lesið leikinn vel. Hann hefur verið að gera góða hluti hjá Úlfunum þar sem hann hefur verið á láni. Mjög spennandi varnarmaður.Nedum Onuoha (22 ára, Manchester City)„Er þegar farinn að vekja athygli en ég held að hann eigi möguleika á að slá algjörlega í gegn á árinu ef hann fær það tækifæri sem hann á skilið. Ég hef fylgst vel með honum þegar ég hef verið að fylgjast með Bradley syni mínum. Hann er sterkur varnarmaður en hefur verið óheppinn með meiðsli." John Bostock (16 ára, Tottenham)„Miðjumaður og sá yngsti sem leikið hefur með Crystal Palace. Gekk til liðs við Spurs fyrir 700 þúsund pund síðasta sumar. Hann er gríðarlegt efni og ég get skilið það að þeir hjá Palace séu súrir yfir því að hafa misst hann fyrir svona lága upphæð. Lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í UEFA bikarnum í síðasta mánuði og gæti orðið stórstjarna." Adam Johnson (21. árs, Middlesbrough)„Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan leikmann og ég get trúað því að hann verði áberandi á árinu. Það er ótrúlegt að sjá hvað Middlesbrough framleiðir marga góða leikmenn. Það er saga sem segir að Steward Downing sé á förum og þá er Johnson tilbúinn að fylla skarðið. Hefur leikið fyrir U21 landsliðið og er að þróast í frábæran leikmann." Adam Lallana (20 ára, Southampton)„Ég hef séð nokkuð til Southampton á tímabilinu og Lallana skarar þar fram úr. Ég tel hann hafa það sem þarf til að spila í úrvalsdeildinni, kannski strax í þessum mánuði. Fulham reyndi að fá hann í sumar og þá hafa Arsenal og Tottenham áhuga. Hann er lágvaxinn en með mikla hæfileika. Mikilvægt að hann taki rétt skref ef hann ákveður að yfirgefa Southampton." Danny Welbeck (18 ára, Manchester United)„Það er frábært að sjá enskan leikmann í þessum gæðaflokki verða til hjá svona stóru félagi. Vakti athygli í sínum fyrsta leik með stórglæsilegu marki gegn Stoke. Sýndi með fagni sínu að hann er fullur sjálfstrausts. Við munum sjá mun meira til hans á árinu 2009." Freddie Sears (19 ára, West Ham)„Hefur sýnt það með vara- og unglingaliði West Ham að hann er fæddur markaskorari. Nú er það bara í hans höndum að vinna sér inn sæti í liðinu og fara að skora reglulega. Hann fær mikinn stuðning frá áhorfendum West Ham þegar hann spilar og það er gott. Ég vona að hann fái að spila meira svo hann geti sýnt hve góður leikmaður hann er." Jay Simpson (19 ára, Arsenal)„Ég horfði á leik með varaliði Arsenal á dögunum og Simpson heillaði mig mikið. Þá skoraði hann tvisvar í deildabikarleik með aðalliðinu á tímabilinu og ég tel að framtíðin sé ansi björt hjá honum. Það var verið að lána hann til West Brom til að hann öðlist reynslu í úrvalsdeildinni." Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira
Ian Wright, fyrrum markahrókur og núverandi pistlahöfundar The Sun, hefur tekið saman nöfn níu ungra enskra leikmanna sem eru líklegir til að springa út á því ári sem nú er hafið. Joe Lewis (21. árs, Peterborough)„Eins og allir aðrir þá var ég hissa þegar Fabio Capello valdi hann í landsliðshópinn fyrir tvo æfingaleiki síðasta sumar. Það eru ekki margir efnilegir markverðir á leiðinni svo það er mikilvægt að hlúa vel að þeim sem við eigum. Hefur verið mikilvægur hjá Peterborough á tímabilinu þó hann hafi átt erfiða byrjun."Michael Mancienne (20 ára, Chelsea)„Hefur mikla hæfileika og var því valinn í enska landsliðshópinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Þýskalandi. Hann hefur hraða og svo virðist sem hann geti líka lesið leikinn vel. Hann hefur verið að gera góða hluti hjá Úlfunum þar sem hann hefur verið á láni. Mjög spennandi varnarmaður.Nedum Onuoha (22 ára, Manchester City)„Er þegar farinn að vekja athygli en ég held að hann eigi möguleika á að slá algjörlega í gegn á árinu ef hann fær það tækifæri sem hann á skilið. Ég hef fylgst vel með honum þegar ég hef verið að fylgjast með Bradley syni mínum. Hann er sterkur varnarmaður en hefur verið óheppinn með meiðsli." John Bostock (16 ára, Tottenham)„Miðjumaður og sá yngsti sem leikið hefur með Crystal Palace. Gekk til liðs við Spurs fyrir 700 þúsund pund síðasta sumar. Hann er gríðarlegt efni og ég get skilið það að þeir hjá Palace séu súrir yfir því að hafa misst hann fyrir svona lága upphæð. Lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham í UEFA bikarnum í síðasta mánuði og gæti orðið stórstjarna." Adam Johnson (21. árs, Middlesbrough)„Ég hef heyrt mjög góða hluti um þennan leikmann og ég get trúað því að hann verði áberandi á árinu. Það er ótrúlegt að sjá hvað Middlesbrough framleiðir marga góða leikmenn. Það er saga sem segir að Steward Downing sé á förum og þá er Johnson tilbúinn að fylla skarðið. Hefur leikið fyrir U21 landsliðið og er að þróast í frábæran leikmann." Adam Lallana (20 ára, Southampton)„Ég hef séð nokkuð til Southampton á tímabilinu og Lallana skarar þar fram úr. Ég tel hann hafa það sem þarf til að spila í úrvalsdeildinni, kannski strax í þessum mánuði. Fulham reyndi að fá hann í sumar og þá hafa Arsenal og Tottenham áhuga. Hann er lágvaxinn en með mikla hæfileika. Mikilvægt að hann taki rétt skref ef hann ákveður að yfirgefa Southampton." Danny Welbeck (18 ára, Manchester United)„Það er frábært að sjá enskan leikmann í þessum gæðaflokki verða til hjá svona stóru félagi. Vakti athygli í sínum fyrsta leik með stórglæsilegu marki gegn Stoke. Sýndi með fagni sínu að hann er fullur sjálfstrausts. Við munum sjá mun meira til hans á árinu 2009." Freddie Sears (19 ára, West Ham)„Hefur sýnt það með vara- og unglingaliði West Ham að hann er fæddur markaskorari. Nú er það bara í hans höndum að vinna sér inn sæti í liðinu og fara að skora reglulega. Hann fær mikinn stuðning frá áhorfendum West Ham þegar hann spilar og það er gott. Ég vona að hann fái að spila meira svo hann geti sýnt hve góður leikmaður hann er." Jay Simpson (19 ára, Arsenal)„Ég horfði á leik með varaliði Arsenal á dögunum og Simpson heillaði mig mikið. Þá skoraði hann tvisvar í deildabikarleik með aðalliðinu á tímabilinu og ég tel að framtíðin sé ansi björt hjá honum. Það var verið að lána hann til West Brom til að hann öðlist reynslu í úrvalsdeildinni."
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Sjá meira