Enski boltinn

Richards vill ekki fara frá City

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City segir ekkert til í frétt News of the World í dag þar sem hann var orðaður við Arsenal.

Á heimasíðu sinni segir landsliðsmaðurinn ungi að þó hann sé upp með sér yfir því að vera orðaður við félag eins og Arsenal, ætli hann ekki að fara frá City.

Hann segist þvert á móti hlakka til framtíðarinnar og að bæta sig sem knattspyrnumaður undir stjórn Mark Hughes.

Richards er tvítugur og á að baki 29 leiki með City í vetur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×