Enski boltinn

Forsetaefni Real Madrid vekur reiði Arsenal

Perez undirritar samning við David Beckham hjá Real Madrid á sínum tíma
Perez undirritar samning við David Beckham hjá Real Madrid á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, er lítt hrifinn af yfirlýsingum forsetaefnisins Florentino Perez hjá Real Madrid sem lofað hefur að krækja í Arsene Wenger ef hann kemst á forsetastól á ný hjá spænska félaginu.

Ramon Calderon sagði af sér sem forseti Real Madrid fyrir skömmu og Perez er strax farinn að lofa öllu fögru, verði hann kjörinn forseti.

Hann mun ætla að fá leikmenn eins og Kaka til Real og þjálfarinn sem hann hefur í sigtinu er Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Þetta þykja stjórnarformanni Arsenal ekki fagleg vinnubrögð.

"Þessar yfirlýsingar eru dónalegar og ruddalegar. Ég á ekki von á því að Arsene hafi áhuga á að fara til Real þar sem komið yrði fram við hann eins og tuskudúkku. Það getur ekki verið í lagi að menn tali svona um stjóra sem eru samningsbundnir öðrum félögum," sagði Hill-Wood í samtali við Sunday Mirror.

Arsene Wenger er samningsbundinn Arsenal út leiktíðina 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×