Enski boltinn

Wenger er lítt hrifinn af að spila aukaleik

AFP

Arsene Wenger segir að hans menn í Arsenal hefðu alveg kosið að sleppa við að þurfa að spila aukaleik við Cardiff í ensku bikarkeppninni eftir að liðin skildu jöfn 0-0 í Wales í dag.

"Við hefðum alveg þegið að sleppa við að spila annan leik en við erum knattspyrnumenn og það er í okkar verkahring að spila fótbolta. Við erum ánægðir að spila annan leik ef það þýðir að við getum haldið áfram í keppninni," sagði Wenger, sem hefur nokkrar áhyggjur af meiðslum sinna manna.

"Við erum nokkuð undirmannaðir núna og getum því ekki hvílt menn eins og við hefðum viljað. Ég ætlaði að taka Robin van Persie af velli í dag en gat það ekki," sagði Wenger.

"Þegar staðan er 0-0 getur allt gerst en ég hafði ekki áhyggjur í síðari hálfleik. Cardiff skapaði nokkur færi í fyrri hálfleik en ekki í þeim síðari. Það er kannski gott fyrir þá að fá annan stóran leik," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×