Erlent

Obama útilokar ekki gjaldþrot GM

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, setti í dag ströng skilyrði fyrir frekari ríkisaðstoð til bandarískra bílaframleiðenda. Forstjóri General Motors var látinn víkja og fyrirtækinu gefnir tveir mánuðir til að leggja fram nýja áætlun um endurskipulagningu. Chrysler fær mánaðarfrest til að sameinast Fiat.

Forsetinn sagði enn hættu á gjaldþroti og greiðslustöðvun mögulega til að auðvelda endurskipulagninguna.


Tengdar fréttir

Forstjóri GM segir af sér

Rick Wagoner, forstjóri General Motors, sagði af sér í gær eftir að bandarísk stjórnvöld fóru fram á það við hann. Nú stefnir í að ríkisstjórnin komi bílaframleiðandanum til bjargar í annað skiptið með því að lána fyrirtækinu peninga og Chrysler-bílaverksmiðjunum um leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×