Árni Johnsen fellur líklega niður um sæti Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. apríl 2009 18:30 Árni Johnsen fellur líklega niður um eitt sæti í kosningunum vegna útstrikana á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann heldur þó þingsæti. Þúsundir útstrikana voru á kjörseðlum í Reykjavíkurkjördæmunum. Það verður þó ekki ljóst fyrr en eftir helgi hvort að einhverjir færist niður um sæti. Endanlegur listi þingmanna liggur ekki fyrir fyrr en búið er að fara yfir útstrikanir og endurraðanir á listum. Töluvert var um útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmunum, í Suðurkjördæmi og í Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir að það taki að minnsta kosti tvo daga að fara yfir útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmunum þar sem fjöldi þeirra kjörseðla sem strikað var yfir á hleypur á þúsundum. Kjörstjórnirnar hafa ekki tekið saman hvaða nöfn oftast var strikað yfir en samkvæmt heimildum fréttastofu var áberandi meira strikað yfir samfylkingar- og sjálfstæðismenn en aðra, sér í lagi þingmennina Guðlaug Þór Þórðarson og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Í Suðvesturkjördæmi verður farið yfir útstrikanir á morgun. Þar voru einnig þúsundir kjörseðla sem annað hvort strikað var út á eða frambjóðendum endurraða. Í Suðurkjördæmi er búið að fara yfir útstrikanir á lista Sjálfstæðisflokksins. Þar var hátt í fjórðungi kjörseðla breytt og lítur út fyrir að Árni Johnsen falli niður um eitt sæti. Hann heldur þó sæti á þingi. Enn á eftir að fara yfir útstrikanir hjá Samfylkingunni en nokkuð var um að nafn Björgvins G. Sigurðsson væri strikaður út. Þá er búið er að fara yfir útstrikanir í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og ljóst að þær hafa engin áhrif á röð þingmanna. Í Norðvesturkjördæmi var nokkuð um að Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-grænna og Ólína Þorvarðardóttir verðandi þingmaður Samfylkingarinnar væru strikuð út. Þá strikuðu nokkur hundruð kjósendur þingmennina Kristján Þór Júlíusson, Birki Jón Jónsson og Kristján L. Möller út í Norðausturkjördæmi. Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Árni Johnsen fellur líklega niður um eitt sæti í kosningunum vegna útstrikana á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann heldur þó þingsæti. Þúsundir útstrikana voru á kjörseðlum í Reykjavíkurkjördæmunum. Það verður þó ekki ljóst fyrr en eftir helgi hvort að einhverjir færist niður um sæti. Endanlegur listi þingmanna liggur ekki fyrir fyrr en búið er að fara yfir útstrikanir og endurraðanir á listum. Töluvert var um útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmunum, í Suðurkjördæmi og í Suðvesturkjördæmi. Gert er ráð fyrir að það taki að minnsta kosti tvo daga að fara yfir útstrikanir í Reykjavíkurkjördæmunum þar sem fjöldi þeirra kjörseðla sem strikað var yfir á hleypur á þúsundum. Kjörstjórnirnar hafa ekki tekið saman hvaða nöfn oftast var strikað yfir en samkvæmt heimildum fréttastofu var áberandi meira strikað yfir samfylkingar- og sjálfstæðismenn en aðra, sér í lagi þingmennina Guðlaug Þór Þórðarson og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur. Í Suðvesturkjördæmi verður farið yfir útstrikanir á morgun. Þar voru einnig þúsundir kjörseðla sem annað hvort strikað var út á eða frambjóðendum endurraða. Í Suðurkjördæmi er búið að fara yfir útstrikanir á lista Sjálfstæðisflokksins. Þar var hátt í fjórðungi kjörseðla breytt og lítur út fyrir að Árni Johnsen falli niður um eitt sæti. Hann heldur þó sæti á þingi. Enn á eftir að fara yfir útstrikanir hjá Samfylkingunni en nokkuð var um að nafn Björgvins G. Sigurðsson væri strikaður út. Þá er búið er að fara yfir útstrikanir í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og ljóst að þær hafa engin áhrif á röð þingmanna. Í Norðvesturkjördæmi var nokkuð um að Jón Bjarnason þingmaður Vinstri-grænna og Ólína Þorvarðardóttir verðandi þingmaður Samfylkingarinnar væru strikuð út. Þá strikuðu nokkur hundruð kjósendur þingmennina Kristján Þór Júlíusson, Birki Jón Jónsson og Kristján L. Möller út í Norðausturkjördæmi.
Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira