Íslenski boltinn

Ólafur: Það var bara kattarþvottur í dag

Ragnar Vignir skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var allt annað en sáttur með sína menn eftir markalaust jafntefli gegn Fjölni á Kópavogsvelli í kvöld.

„Ég er gríðarlega óánægður með hvað menn lögðu í þennann leik í dag. Við komum ekki út á völlin í seinni hálfleik eins og grenjandi ljón, heldur eins og mjálmandi kettlingar.

Fjölnisliðið var skipulagt í dag og voru búnir að undirbúa vel hvernig á að spila gegn okkur og við vorum búnir að ræða hvað við ætluðum að gera. Það er himinn og haf á milli spilamennskunnar í dag og gegn KR á mánudaginn. En með tvo daga milli leikja er lítið annað að gera enn að setja plástur á sárin og peppa menn upp aftur, við höfðum tækifæri til að þvo KR leikinn af okkur í dag, en það var bara kattarþvottur í dag.

Ég er ekki að undirbúa leikmenn í fyrsta skipti fyrir svona leik í dag, og það verður greinilega að nota aðrar aðferðir en voru í dag, þetta var ekki að virka. Ég kveikti ekki í leikmönnum í dag það er alveg ljóst," segir Ólafur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×