Erlent

Níræður í lífstíðarfangelsi: Lét sprengja fólk í loft upp

Josef Schöngraber
Josef Schöngraber

Dómstóll í München í Þýskalandi dæmdi í gær Josef Schöngraber, níræðan fyrrverandi foringja í þýska hernum, í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi.

Sannað þótti að hann hefði í júní 1944 látið loka ellefu óbreytta ítalska borgara inni í hlöðu og sprengt hana í loft upp til að hefna fyrir árás andspyrnumanna. Aðeins einn af þeim sem lokaðir voru inni í hlöðunni komst lífs af, og bar hann vitni gegn Schöngraber.

Lögmaður Schöngrabers sagði í gær dóminum verða umsvifalaust áfrýjað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×