Enski boltinn

Jafntefli hjá Stoke og Wigan - Beattie var á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Beattie og Pulis fyrir leikinn í dag.
Beattie og Pulis fyrir leikinn í dag.

James Beattie var í leikmannahópi Stoke City í dag er liðið tók á móti Wigan. Beattie byrjaði þó leikinn á bekknum. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, en Beattie spilaði síðustu sjö mínútur leiksins.

Emmerson Boyce kom Wigan yfir á 15. mínútu en Tuncay Sanli jafnaði 8 mínútum fyrir hlé.

Maynor Figueroa kom Wigan aftur yfir á 72. mínútu en Ryan Shawcross jafnaði fyrir Stoke stundarfjórðungi fyrir leikslok og þar við sat.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×