Auðun: Þurfum að eiga toppleik Elvar Geir Magnússon skrifar 23. júlí 2009 08:00 Auðun Helgason kemur úr leikbanni. „Við þurfum að eiga algjöran toppleik til að komast áfram," segir Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Safamýrarliðið mætir Sigma Olomouc frá Tékklandi öðru sinni í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn sem fram fór í Tékklandi fór 1-1 sem eru frábær úrslit fyrir Framara. Ljóst er að Sigma þarf að skora í kvöld til að komast áfram því með markalausu jafntefli fer Fram áfram á útivallarmarki. „Það er gott að vera búinn með þetta bann og geta tekið þátt," segir Auðun sem hefur ekki getað tekið þátt í Evrópuævintýri Fram hingað til vegna leikbanns sem hann fékk eftir að hafa fengið rautt spjald í Evrópuleik með FH gegn Bate Borisov 2007. „Ég var kominn með tvö gul spjöld eftir 40 mínútna leik í Hvíta-Rússlandi og brást illa við því. Ég var svo dæmdur í þriggja leikja bann sem er virkilega strangt og ekki í takt við margt annað. Dómarar eiga það til að vera eitthvað smeykir þegar þeir dæma í Austur-Evrópu, maður hefur fengið að kynnast því." Auðun hefur þó farið með Fram í útileikina, bæði til Tékklands og til Wales. „Það hefur verið virkilega gaman enda gengið mjög vel. Ég hef reynt að lifa mig inn í þetta og hjálpað eins og ég get. Það var náttúrulega frábært að sjá hve vel liðið spilaði í Tékklandi," segir Auðun. „Það er algjört lykilatriði í þessum seinni leik að við verðum með öflugan varnarleik. Leikurinn verður líklega þannig að Sigma verður með knöttinn lungan af leiknum og við verðum að koma í veg fyrir að þeir komist í skotfæri. Þeir hafa marga mjög sterka leikmenn. Það er enginn sem gerir kröfu á okkur að komast í næstu umferð svo menn ættu að mæta nokkuð afslappaðir í þennan leik," segir Auðun Helgason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
„Við þurfum að eiga algjöran toppleik til að komast áfram," segir Auðun Helgason, fyrirliði Fram. Safamýrarliðið mætir Sigma Olomouc frá Tékklandi öðru sinni í kvöld í Evrópudeild UEFA. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn sem fram fór í Tékklandi fór 1-1 sem eru frábær úrslit fyrir Framara. Ljóst er að Sigma þarf að skora í kvöld til að komast áfram því með markalausu jafntefli fer Fram áfram á útivallarmarki. „Það er gott að vera búinn með þetta bann og geta tekið þátt," segir Auðun sem hefur ekki getað tekið þátt í Evrópuævintýri Fram hingað til vegna leikbanns sem hann fékk eftir að hafa fengið rautt spjald í Evrópuleik með FH gegn Bate Borisov 2007. „Ég var kominn með tvö gul spjöld eftir 40 mínútna leik í Hvíta-Rússlandi og brást illa við því. Ég var svo dæmdur í þriggja leikja bann sem er virkilega strangt og ekki í takt við margt annað. Dómarar eiga það til að vera eitthvað smeykir þegar þeir dæma í Austur-Evrópu, maður hefur fengið að kynnast því." Auðun hefur þó farið með Fram í útileikina, bæði til Tékklands og til Wales. „Það hefur verið virkilega gaman enda gengið mjög vel. Ég hef reynt að lifa mig inn í þetta og hjálpað eins og ég get. Það var náttúrulega frábært að sjá hve vel liðið spilaði í Tékklandi," segir Auðun. „Það er algjört lykilatriði í þessum seinni leik að við verðum með öflugan varnarleik. Leikurinn verður líklega þannig að Sigma verður með knöttinn lungan af leiknum og við verðum að koma í veg fyrir að þeir komist í skotfæri. Þeir hafa marga mjög sterka leikmenn. Það er enginn sem gerir kröfu á okkur að komast í næstu umferð svo menn ættu að mæta nokkuð afslappaðir í þennan leik," segir Auðun Helgason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira