Íslenski boltinn

Heimir: Þetta var svolítill tilfinningasveiflu leikur

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson. Mynd/Daníel

Þjálfarinn Heimir Hallgrímsson hjá ÍBV var eðlilega í skýjunum með dramatískan sigur sinna manna í sannkölluðum rússíbanaleik gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld.

„Þetta var svolítill tilfinningasveiflu leikur. Úr því sem komið var er ég náttúrulega gríðarlega ánægður með sigurinn og stigin þrjú. Mér fannst við annars vera mjög góðir í þessum leik.

Manni leið óneitanlega illa þegar við lentum undir seint í leiknum og það var frekar slakur kafli af okkar hálfu. Við breyttum þá í leikaðferðina 3-4-3 og það gaf sig vel og við jöfnuðum leikinn. Þá héldum við náttúrulega bara áfram að spila þannig og tókum öll stigin. Vogun vinnur, vogun tapar í þessu," segir Heimir kátur í bragði.

Heimir telur að með sigri ÍBV og Fjölnis í kvöld hafi botnbaráttan opnast upp á gátt.

„Sigur okkar í kvöld setur Breiðablik í smá vandræði. Ég meina þeir töpuðu fyrir botnliðinu í síðustu umferð og svo aftur núna og því fleiri lið sem eru í þessarri baráttu, því mun skemmtilegra fyrir okkur. Það virðist vera þannig að við og Fjölnir og öll þessi lið sem eru í neðri hlutanum hafa verið að reita stig undanfarið og þetta verður barátta til enda. Ég tel að fleiri lið eigi eftir að sogast niður í þennan pakka á næstunni," segir Heimir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×