Umfjöllun: Eyjamenn unnu frækinn sigur gegn Blikum í rússíbanaleik Ómar Þorgeirsson skrifar 23. júlí 2009 12:20 Augustine Nsumba. Mynd/Daníel ÍBV vann frækinn 3-4 sigur gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í kvöld en staðan var 1-2 í háfleik fyrir ÍBV. Varamennirnir stálu hins vegar senunni í seinni hálfleik. Fyrst komust Blikar yfir 3-2 með mörkum varamannanna Guðmundar Péturssonar og Guðmanns Þórissonar en varamaðurinn Augustine Nsumba átti ótrúlega innkomu á 79. mínútu og skoraði tvö mörk á lokakafla leiksins og tryggði ÍBV 3-4 sigur í bráðfjörugum leik. Gestirnir í ÍBV byrjuðu leikinn annars af miklum krafti í kvöld og Englendingurinn Ajay Smith skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Hann afgreiddi boltann þá í netið af stuttu færi eftir klafs í vítateig Blika. Blikar voru smá tíma að átta sig á aðstæðum en náðu þó að jafna leikinn á 17. mínútu með góðu marki frá Kristni Steindórssyni sem komst einn inn fyrir vörn ÍBV, lék á markvörðinn Elías Fannar Stefnisson og renndi boltanum í autt markið. Það tók Eyjamenn þó aðeins fjórar mínútur að ná forystunni að nýju þegar Christopher Clements tók sig til og lék á tvo varnarmenn Blika og skoraði af öryggi framhjá Ingvari Þór Kale í marki Blika. Gestirnir urðu hins vegar fyrir blóðtöku á 26. mínútu þegar fyrirliðinn Andri Ólafsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en Eyjamenn héldu þó haus og voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði hálfleiksins. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og staðan því 1-2 þegar flautað var til hálfleiks. Blikar gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik þegar þeir Guðmann Þórisson og Guðmundur Pétursson komu inn á fyrir Kristinn Jónsson og Finn Orra Margeirsson og skiptingin var ekki lengi að skila sér fyrir Blika. Á 53. mínútu skoraði Guðmundur gott skallamark eftir aukaspyrnu Blika utan af kanti. Markið gaf Blikum mikinn kraft en Eyjamenn virtust að sama skapi slaka heldur til of mikið á og misstu öll tök á leiknum. Á 72. mínútu skiluðu hálfleiksskiptingar Blika aftur árangri þegar Guðmann var réttur maður á réttum stað í vítateig ÍBV og skoraði með góðu skoti og kom Blikum yfir, 3-2. Eyjamenn neituðu hins vegar að gefast upp og lögðu allt kapp á sóknarleikinn og það skilaði sér heldur betur. Varamaðurinn Augustine Nsumba varð bjargvættur ÍBV en hann var nýkominn inn á þegar hann átti skot sem hafði viðkomu í Matt Garner og sló Ingvar Þór alveg út af laginu í marki Blika. Nsumba var þó ekki hættur því tveimur mínútum síðar skoraði hann sigurmark leiksins, 3-4, í bráðfjörugum rússíbanaleik. Sannarlega risastór þrjú stig sem Eyjamenn sóttu á Kópavogsvöll en að sama skapi mikil vonbrigði fyrir Blika, að tapa öðrum leiknum í röð gegn liði í botnbaráttunni.Tölfræðin:Breiðablik - ÍBV 3-4 0-1 Ajay Leitch-Smith (3.) 1-1 Kristinn Steindórsson (17.) 1-2 Christopher Clements (21.) 2-2 Guðmundur Pétursson (53.) 3-2 Guðmann Þórisson (72.) 3-3 Matt Garner (82.) 3-4 Augustine Nsumba (84.) Kópavogsvöllur, áhorfendur 728 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 11-12 (7-7) Varin skot: Ingvar Þór 3 - Elías Fannar 4 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 2-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 4 Elfar Freyr Helgason 4 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 4 (46., Guðmann Þórisson 7) Finnur Orri Margeirsson 4 (46., Guðmundur Pétursson 6) Andri Rafn Yeoman 6 Arnar Grétarsson 7 (66., Guðmundur Kristjánsson 5) Olgeir Sigurgeirsson 6 Alfreð Finnbogason 4 Kristinn Steindórsson 7ÍBV 4-3-3 Elías Fannar Stefnisson 7 Pétur Runólfsson 6 (79., Gauti Þorvarðarson -) Andrew Mwesigwa 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Matt Garner 6*Christopher Clements 8 - Maður leiksins Yngvi Borgþórsson 5 (79., Augustine Nsumba -) Andri Ólafsson 5 (26., Viðar Örn Kjartansson 6) Tonny Mawejje 6 Ajay Leitch-Smith 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðaliks og ÍBV í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - ÍBV Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
ÍBV vann frækinn 3-4 sigur gegn Breiðabliki í Pepsi-deild karla á Kópavogsvelli í kvöld en staðan var 1-2 í háfleik fyrir ÍBV. Varamennirnir stálu hins vegar senunni í seinni hálfleik. Fyrst komust Blikar yfir 3-2 með mörkum varamannanna Guðmundar Péturssonar og Guðmanns Þórissonar en varamaðurinn Augustine Nsumba átti ótrúlega innkomu á 79. mínútu og skoraði tvö mörk á lokakafla leiksins og tryggði ÍBV 3-4 sigur í bráðfjörugum leik. Gestirnir í ÍBV byrjuðu leikinn annars af miklum krafti í kvöld og Englendingurinn Ajay Smith skoraði fyrsta mark leiksins strax á 3. mínútu. Hann afgreiddi boltann þá í netið af stuttu færi eftir klafs í vítateig Blika. Blikar voru smá tíma að átta sig á aðstæðum en náðu þó að jafna leikinn á 17. mínútu með góðu marki frá Kristni Steindórssyni sem komst einn inn fyrir vörn ÍBV, lék á markvörðinn Elías Fannar Stefnisson og renndi boltanum í autt markið. Það tók Eyjamenn þó aðeins fjórar mínútur að ná forystunni að nýju þegar Christopher Clements tók sig til og lék á tvo varnarmenn Blika og skoraði af öryggi framhjá Ingvari Þór Kale í marki Blika. Gestirnir urðu hins vegar fyrir blóðtöku á 26. mínútu þegar fyrirliðinn Andri Ólafsson þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla en Eyjamenn héldu þó haus og voru sterkari aðilinn það sem eftir lifði hálfleiksins. Hvorugu liðinu tókst þó að skora og staðan því 1-2 þegar flautað var til hálfleiks. Blikar gerðu tvöfalda skiptingu í hálfleik þegar þeir Guðmann Þórisson og Guðmundur Pétursson komu inn á fyrir Kristinn Jónsson og Finn Orra Margeirsson og skiptingin var ekki lengi að skila sér fyrir Blika. Á 53. mínútu skoraði Guðmundur gott skallamark eftir aukaspyrnu Blika utan af kanti. Markið gaf Blikum mikinn kraft en Eyjamenn virtust að sama skapi slaka heldur til of mikið á og misstu öll tök á leiknum. Á 72. mínútu skiluðu hálfleiksskiptingar Blika aftur árangri þegar Guðmann var réttur maður á réttum stað í vítateig ÍBV og skoraði með góðu skoti og kom Blikum yfir, 3-2. Eyjamenn neituðu hins vegar að gefast upp og lögðu allt kapp á sóknarleikinn og það skilaði sér heldur betur. Varamaðurinn Augustine Nsumba varð bjargvættur ÍBV en hann var nýkominn inn á þegar hann átti skot sem hafði viðkomu í Matt Garner og sló Ingvar Þór alveg út af laginu í marki Blika. Nsumba var þó ekki hættur því tveimur mínútum síðar skoraði hann sigurmark leiksins, 3-4, í bráðfjörugum rússíbanaleik. Sannarlega risastór þrjú stig sem Eyjamenn sóttu á Kópavogsvöll en að sama skapi mikil vonbrigði fyrir Blika, að tapa öðrum leiknum í röð gegn liði í botnbaráttunni.Tölfræðin:Breiðablik - ÍBV 3-4 0-1 Ajay Leitch-Smith (3.) 1-1 Kristinn Steindórsson (17.) 1-2 Christopher Clements (21.) 2-2 Guðmundur Pétursson (53.) 3-2 Guðmann Þórisson (72.) 3-3 Matt Garner (82.) 3-4 Augustine Nsumba (84.) Kópavogsvöllur, áhorfendur 728 Dómari: Erlendur Eiríksson (7) Skot (á mark): 11-12 (7-7) Varin skot: Ingvar Þór 3 - Elías Fannar 4 Horn: 3-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-12 Rangstöður: 2-2Breiðablik 4-3-3 Ingvar Þór Kale 5 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 4 Elfar Freyr Helgason 4 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 4 (46., Guðmann Þórisson 7) Finnur Orri Margeirsson 4 (46., Guðmundur Pétursson 6) Andri Rafn Yeoman 6 Arnar Grétarsson 7 (66., Guðmundur Kristjánsson 5) Olgeir Sigurgeirsson 6 Alfreð Finnbogason 4 Kristinn Steindórsson 7ÍBV 4-3-3 Elías Fannar Stefnisson 7 Pétur Runólfsson 6 (79., Gauti Þorvarðarson -) Andrew Mwesigwa 7 Eiður Aron Sigurbjörnsson 6 Matt Garner 6*Christopher Clements 8 - Maður leiksins Yngvi Borgþórsson 5 (79., Augustine Nsumba -) Andri Ólafsson 5 (26., Viðar Örn Kjartansson 6) Tonny Mawejje 6 Ajay Leitch-Smith 7 Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins var með beina lýsingu frá leik Breiðaliks og ÍBV í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Breiðablik - ÍBV Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Littler hrósar konunni sem vann hann: „Þvílíkt hæfileikabúnt“ Sport Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Fótbolti Gerði 40 stig í síðasta leik: „Ansi hræddur um að hann sé eitthvað sem Grindavík vill ekki“ Sport Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira