Aldraður þjóðverji í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 19. janúar 2009 16:50 Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. Fíkniefnin flutti hann til landsins í Honda Accord Sedan bifreið sinni en efnin voru falin í farangursgeymslu, varadekki og niðursuðudósum. Fyrir dómi hélt Dieter því fram að hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru falin í bílnum, þótt hann gerði sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu um ferðina. Við aðalmeðferð málsins sagði hann að rússneskir kunningjar sínir búsettir í Þýskalandi hefðu fengið hann til þess að fara þessa ferð. Hafi þeir keypt fyrir hann bíl til ferðarinnar á 2500 evrur og skyldi bíllinn vera hans eign. Þá hafi þeir einnig greitt ferðakostnaðinn fyrir hann. Hafi honum verið sagt að þegar hingað kæmi ætti hann að hitta mann við Perluna og fengi hann þá greiddar 5000 evrur fyrir ferðina og fengi frekari fyrirmæli. Kvaðst hann ekki hafa vitað hvort fíkniefnum hefði verið komið fyrir í bílnum eða þá hve miklu. Þessi framburður mannsins er sagður fráleitur sérstaklega þegar sakaferill hans er hafður í huga, en Dieter á langan sakaferil að baki. „Álítur dómurinn að hafi hann hlotið að vita að verulegt magn fíkniefna var meðferðis í bílnum og að þau væru flutt hingað í ágóðaskyni og væru ætluð til söludreifingar. Gegn neitun ákærða verður hins vegar að telja ósannað að hann hafi sjálfur átt fíkniefnin eða farið ferðina á eigin vegum," segir í dómnum. Dieter var því dæmdur í fimm ára fangelsi eins og fyrr segir en 137 daga gæsluvarðhaldsvist hans kemur til frádráttar. Einnig voru umrædd efni gerð upptæk sem og bifreiðin og falsað letneskt ökuskírteini sem hann framvísaði við komuna hingað til lands. Dieter var einnig gert aðg reiða málsvarnarlaun verjanda síns upp á 600.000 krónur og rúmlega 175 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Tengdar fréttir Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21 Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00 Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05 Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30 Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. Fíkniefnin flutti hann til landsins í Honda Accord Sedan bifreið sinni en efnin voru falin í farangursgeymslu, varadekki og niðursuðudósum. Fyrir dómi hélt Dieter því fram að hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru falin í bílnum, þótt hann gerði sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu um ferðina. Við aðalmeðferð málsins sagði hann að rússneskir kunningjar sínir búsettir í Þýskalandi hefðu fengið hann til þess að fara þessa ferð. Hafi þeir keypt fyrir hann bíl til ferðarinnar á 2500 evrur og skyldi bíllinn vera hans eign. Þá hafi þeir einnig greitt ferðakostnaðinn fyrir hann. Hafi honum verið sagt að þegar hingað kæmi ætti hann að hitta mann við Perluna og fengi hann þá greiddar 5000 evrur fyrir ferðina og fengi frekari fyrirmæli. Kvaðst hann ekki hafa vitað hvort fíkniefnum hefði verið komið fyrir í bílnum eða þá hve miklu. Þessi framburður mannsins er sagður fráleitur sérstaklega þegar sakaferill hans er hafður í huga, en Dieter á langan sakaferil að baki. „Álítur dómurinn að hafi hann hlotið að vita að verulegt magn fíkniefna var meðferðis í bílnum og að þau væru flutt hingað í ágóðaskyni og væru ætluð til söludreifingar. Gegn neitun ákærða verður hins vegar að telja ósannað að hann hafi sjálfur átt fíkniefnin eða farið ferðina á eigin vegum," segir í dómnum. Dieter var því dæmdur í fimm ára fangelsi eins og fyrr segir en 137 daga gæsluvarðhaldsvist hans kemur til frádráttar. Einnig voru umrædd efni gerð upptæk sem og bifreiðin og falsað letneskt ökuskírteini sem hann framvísaði við komuna hingað til lands. Dieter var einnig gert aðg reiða málsvarnarlaun verjanda síns upp á 600.000 krónur og rúmlega 175 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21 Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00 Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05 Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30 Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21
Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00
Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05
Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30
Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22