Aldraður þjóðverji í fimm ára fangelsi fyrir fíkniefnasmygl 19. janúar 2009 16:50 Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. Fíkniefnin flutti hann til landsins í Honda Accord Sedan bifreið sinni en efnin voru falin í farangursgeymslu, varadekki og niðursuðudósum. Fyrir dómi hélt Dieter því fram að hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru falin í bílnum, þótt hann gerði sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu um ferðina. Við aðalmeðferð málsins sagði hann að rússneskir kunningjar sínir búsettir í Þýskalandi hefðu fengið hann til þess að fara þessa ferð. Hafi þeir keypt fyrir hann bíl til ferðarinnar á 2500 evrur og skyldi bíllinn vera hans eign. Þá hafi þeir einnig greitt ferðakostnaðinn fyrir hann. Hafi honum verið sagt að þegar hingað kæmi ætti hann að hitta mann við Perluna og fengi hann þá greiddar 5000 evrur fyrir ferðina og fengi frekari fyrirmæli. Kvaðst hann ekki hafa vitað hvort fíkniefnum hefði verið komið fyrir í bílnum eða þá hve miklu. Þessi framburður mannsins er sagður fráleitur sérstaklega þegar sakaferill hans er hafður í huga, en Dieter á langan sakaferil að baki. „Álítur dómurinn að hafi hann hlotið að vita að verulegt magn fíkniefna var meðferðis í bílnum og að þau væru flutt hingað í ágóðaskyni og væru ætluð til söludreifingar. Gegn neitun ákærða verður hins vegar að telja ósannað að hann hafi sjálfur átt fíkniefnin eða farið ferðina á eigin vegum," segir í dómnum. Dieter var því dæmdur í fimm ára fangelsi eins og fyrr segir en 137 daga gæsluvarðhaldsvist hans kemur til frádráttar. Einnig voru umrædd efni gerð upptæk sem og bifreiðin og falsað letneskt ökuskírteini sem hann framvísaði við komuna hingað til lands. Dieter var einnig gert aðg reiða málsvarnarlaun verjanda síns upp á 600.000 krónur og rúmlega 175 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Tengdar fréttir Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21 Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00 Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05 Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30 Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Dieter Samson tæplega sjötugur þjóðverji var á föstudag dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að hafa smyglað um tuttugu kílóum af hassi og rúmlega 1,7 kílói af amfetamíni til landsins. Samson var handtekinn þegar hann kom til landsins með Norrænu á Seyðisfirði í byrjun september. Fíkniefnin flutti hann til landsins í Honda Accord Sedan bifreið sinni en efnin voru falin í farangursgeymslu, varadekki og niðursuðudósum. Fyrir dómi hélt Dieter því fram að hann hefði ekki vitað að fíkniefni væru falin í bílnum, þótt hann gerði sér grein fyrir því að ekki væri allt með felldu um ferðina. Við aðalmeðferð málsins sagði hann að rússneskir kunningjar sínir búsettir í Þýskalandi hefðu fengið hann til þess að fara þessa ferð. Hafi þeir keypt fyrir hann bíl til ferðarinnar á 2500 evrur og skyldi bíllinn vera hans eign. Þá hafi þeir einnig greitt ferðakostnaðinn fyrir hann. Hafi honum verið sagt að þegar hingað kæmi ætti hann að hitta mann við Perluna og fengi hann þá greiddar 5000 evrur fyrir ferðina og fengi frekari fyrirmæli. Kvaðst hann ekki hafa vitað hvort fíkniefnum hefði verið komið fyrir í bílnum eða þá hve miklu. Þessi framburður mannsins er sagður fráleitur sérstaklega þegar sakaferill hans er hafður í huga, en Dieter á langan sakaferil að baki. „Álítur dómurinn að hafi hann hlotið að vita að verulegt magn fíkniefna var meðferðis í bílnum og að þau væru flutt hingað í ágóðaskyni og væru ætluð til söludreifingar. Gegn neitun ákærða verður hins vegar að telja ósannað að hann hafi sjálfur átt fíkniefnin eða farið ferðina á eigin vegum," segir í dómnum. Dieter var því dæmdur í fimm ára fangelsi eins og fyrr segir en 137 daga gæsluvarðhaldsvist hans kemur til frádráttar. Einnig voru umrædd efni gerð upptæk sem og bifreiðin og falsað letneskt ökuskírteini sem hann framvísaði við komuna hingað til lands. Dieter var einnig gert aðg reiða málsvarnarlaun verjanda síns upp á 600.000 krónur og rúmlega 175 þúsund krónur í annan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21 Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00 Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05 Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30 Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Smyglarar sækja í ellilífeyrisþega og fjölskyldufólk Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu eru enn að leita að meiri fíkniefnum í bílnum sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. Talið er víst að smyglarinn eigi sér vitorðsmenn her á landi. Lögregla segist hafa orðið vör við breyttar áherslur í smygli á síðustu misserum. 3. september 2008 10:21
Hluti fíkniefna falinn í niðursuðudós Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leyfði í dag fjölmiðlum að mynda fíkniefnin sem haldlögð voru hjá öldruðum Þjóðverja sem kom til landsins með Norrænu í gær. 3. september 2008 16:00
Þjóðverji á sjötugsaldri áfram í varðhaldi vegna fíkniefnamáls Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag Þjóðverja á sjötugsaldri, sem gripinn var með mikið magn fíkniefna við komuna til landsins með Norrænu 2. september, í þriggja vikna gæsluvarðhald. 16. september 2008 17:05
Nærri 20 kíló af hassi og tvö kíló af amfetamíni í smyglbíl Tæplega 20 kíló af hassi og nærri 1,8 kíló af amfetamíni reyndust í bílnum sem lögregla og tollayfirvöld stöðvuðu við komuna til landsins með Norrænu í gær. Efnið hefur nú verið flutt til Reykjavíkur og var í dag sýnt fjölmiðlum en athygli vekur að hluti efnanna var falinni í niðursuðudós. 3. september 2008 16:30
Leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum úr Norrænu Menn úr fíkniefnadeild lögregunnar á höfuðborgarsvæðinu leituðu fram á nótt að fíkniefnum í bílnum, sem tekinn var úr umferð við komuna til Seyðisfjarðar með Norrænu í gær. 3. september 2008 07:22